Miðvikudagur, 23. desember 2009
Raftur sækist eftir 2. sætinu
Kynbótahrúturinn Raftur býður sig fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi sveitastjórnarkosningum í Borgarbyggð.
Raftur hefur verið búsettur að bænum Hesti í Borgarfirði en hefur verið með annan fótinn í Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands og Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands frá árinu 2005. Þar hefur hann aflað sér frægðar fyrir einstaka frjósemi og dugnað, en á undanförnum fjórum árum hafa um 10.000 skammtar af fersku sæði hans verið notaðir til undaneldis.
Er þetta í fyrsta sinn sem Raftur fer í í prófkjör en hann segist lengi hafa haft áhuga á sveitastjórnarmálum og vera reiðubúinn að slást í hóp öflugra sveitastjórnarfulltrúa í Borgarbyggð.