Boðar heimsfrið og skotaskuldaniðurfellingar

Hannes Hannesson

Hannes Hannesson athafnamaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.  Hannes, sem nýverið gekk í Framsóknarflokkinn og er 14. framsóknarfélaginn í Reykjavík, boðar heimsfrið og niðurfellingar á skotaskuldum.  Hannes tekur við af Óskari Bergssyni sem fáir kannast við.

"Ég er alfarið á móti stríðum og mun þess vegna vinna að heimsfriði á kjörtímabilinu fái ég umboð kjósenda" sagði Hannes vígreifur á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu.  "Einnig hafa skotaskuldir gleymst í umræðunni um skuldaniðurfellingar og mun ég fella þær allar niður".  Hannes er 65 ára og býr með kindinni Sólveigu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband