Fögnuðu 7 ára afmæli einkavæðingar Landsbankans

Davíð Oddsson, Björgólfur Guðmundsson og Geir HaardeHaldið var upp á 7 ára afmæli einkavæðingar Landsbankans í ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi með viðhöfn.  Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri, Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, Beatrix Hollandsdrottning og Gordon Brown voru meðal gesta, ásamt fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans.  Í ræðu Björgólfs Guðmundssonar fyrrverandi eiganda bankans kom fram einstaklega vel hefði tekist til við einkavæðingu bankans en einskær óheppni, fall Lehmanbræðra og Andrewssystra væri um að kenna að bankinn væri nú kominn í ríkiseigu en "það var gaman meðan á þessu stóð" sagði Björgólfur við góðan róm gesta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband