Miðvikudagur, 9. desember 2009
Birgir Ármannsson formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna
Birgir Ármannsson hefur verið kjörinn formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna. Tekur Birgir við formannssætinu af Halldóri Blöndal sem gegndi starfinu í tvær vikur.
Birgir hyggst gera róttækar breytingar á störfum samtakanna og "poppa þau allverulega upp", eins og Birgir komst að orði í setningarræðu sinni. Nú þegar hefur spilakvöldum verið fjölgað úr einu í tvö í viku hverri og hagstæðir samningar hafa náðst við Kirkjugarða Reykjavíkur um magnkaup á legstæðum.