Miðvikudagur, 2. desember 2009
Frjálshyggjufélagið í greiðslustöðvun
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur veitt Frjálshyggjufélaginu greiðslustöðvun frá og með 1. desember til loka janúar á næsta ári. Er félaginu þar með ekki skylt að greiða af skuldum sínum og ætlast er til að félagið endurskipuleggi fjárhag sinn á tímabilinu.
Jónas Hannesson, formaður félagsins, segir greiðslustöðvunina sýna samhug með útrásarvíkingunum. "Staða okkar er ágæt og við skuldum nánast ekki neitt, en við vildum sýna útrásarvíkingunum samstöðu í verki og skelltum okkur í greiðslustöðvun. Frjálshyggjunni hefur óverðskuldað verið kennt um allt sem miður hefur farið og við viljum sýna með þessu að þú þarft ekki að skulda mikið, eða vera með allt í messi til að fara í greiðslustöðvun. Þetta er ekkert mál, bara eins og fara í bað" sagði Jónas.