Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Moody's lækkar brunabótamat alþingishússins
Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað brunabótamat alþingishússins í ruslflokk og segir að helst eigi að nota húsið í áramótabrennu. Í skýrslu matsfyrirtækisins segir að bullið og ruglið sem eigi sér stað innan veggja alþingis þessa dagana og vikurnar ríði ekki við einteyming og að húsið sé ekki múrsteinanna virði.
"Miðað við málflutning alþingismanna er húsið ónýtt því það er búið að tala það í duftið. Gríðarlega skemmdir eru á burðarvirki hússins vegna skemmandi málflutnings og ósæmilegrar hegðunar þingmanna. Nota megi húsið til áramótabrennu, ef ekki er hægt að koma því í verk að brenna það strax" segir í greinargerðinni.