Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Transfita algengust hjá miðlum
Í nýrri rannsókn alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á um 100.000 einstaklingum í flestum þjóðlöndum heims hefur komið í ljós að transfitusýrur mælast hæst í blóði þeirra sem starfa á andlega sviðinu og þá helst miðlum. Var rannsóknin gerð á þriggja ára tímabili 2006-2009. Transfita mælist sértaklega há hjá transmiðlum eða um 32 transfitublóðflögur á hverjar 100, en minnst hjá tollvörðum, aðeins 4.
Neysla á transfitusýrum, eða hertri fitu, getur stuðlað að sykursýki 2 og offitu 3. Er það helsta skýringin á bústnu vaxtarlagi miðla og ásækni þeirra í sælgæti.