Mánudagur, 9. nóvember 2009
Byssuskylda í Bandaríkjunum
Samþykkt hafa verið lög í báðum deildum bandaríkjaþings að allir þegnar landsins frá 12 ára aldri verði að eiga að minnsta kosti eina skammbyssu og hleypa af henni reglulega, að minnska kosti einu sinni á dag. Voru lögin samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.
Byssueign er almenn í Bandaríkjunum og hefur það þótt sjálfsagður réttur hvers og eins að fá að verja sig með eigin skotvopni en nú er þess krafist að þegnar landsins verji sig með slíku vopni og leggi jafnvel til atlögu ef ekki hefur verið á þá ráðist.