Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Sæddi Audda og Sveppa
Torfi Sigurðsson dýralæknir, sem er hálfur maður og hálfur nautgripur, hefur sætt Audda og Sveppa með sæði úr Hereford holdanautum. Átti sæðingin sér stað um helgina og var í óþökk drengjanna.
Ástæða sæðingarinnar sagði Torfi vera umtal í fjölmiðlum undanfarna daga og framkoma drengjanna í garð kúa. "Það sem þessir drengstaular létu út úr sér um systur mínar kýrnar fór í mínar fínustu, og ekki bætti úr skák að sjá þá með plastpokana um hendurnar eins og þetta væri einhver brandari" sagði Torfi illur í bragði.
Torfi sagðist hafa lent í erfiðleikum með að sæða drengina þar sem þeir hafi sýnt töluverðan mótþróa og eins hafi hann ekki haft heppileg verkfæri við hendina. Fór svo að sæðingin tókst en gera þurfti að drengjunum á eftir. Hvort sæðingin muni bera ávöxt mun koma í ljós á næstu tveimur vikum.