Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Veðsetti grásleppuskúrana við Ægissíðu
Komið hefur fram á netsíðunni WikiLeaks að Jón Ásgeir hafi lagt inn tryggingar gegn lánum sínum í Landsbankanum fyrir lúxusíbúðinni á Manhattan og gamla Alþýðuhúsinu sem hýsir hótelið 101, í formi veðs í grásleppuskúrunum við Ægissíðu að fjárhæð um 6 milljarða króna.
Á netsíðunni er að finna glærukynningu með 660 glærum um gjörninginn en enginn ágreiningur mun vera á milli skilanefndar Landsbankans og Jóns Ásgeirs um fyrirgreiðsluna eða tryggingar honum tengdum. Í kynningunni kemur fram að viðskiptavild skúranna við Ægissíðu sé um 5 milljarðar króna og að verðmæti hugsanlegrar grásleppuveiði næstu 4000 árin gæti orðið um 1 milljarður króna.