Jesús heimsækir Karphúsið

Jesús á tali við fréttamenn

Jesús Kristur, sonur Guðs, heimsótti Karphúsið á tíunda tímanum í morgun.  Mun Jesús hafa fengið sér kaffisopa og heilsað upp á viðsemjendur, sem nú reyna að klára stöðugleikasamning sem koma myndi í veg fyrir vinnustöðvun í landinu. 

Að sögn Jesús heyrði hann af því þegar framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins lýsti yfir í fjölmðlum að kraftaverk þyrfti til að viðsemjendur næðu saman.  "Ég tók Vilhjálm á orðinu og ákvað að heimsækja deiluaðila og það er aldrei að vita nema ég hristi eitthvað fram úr erminni minni, sem er stór og mikil" sagði Jesús, sem virtist líta hraustlega út þrátt fyrir háan aldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband