Berlusconi styður Gunnar

Silvio Berlusconi í embættiserindum

 

 

 

Silvio Berlusconi hefur sent Gunnari Birgissyni stuðningsyfirlýsingu í baráttu hans fyrir pólitísku lífi sínu sem bæjarstjóri Kópavogs.  Í yfirlýsingunni segir að ómaklega sé vegið að Gunnari og að viðskipti stjórnmálaforingja við fjölskyldumeðlimi ætti að hampa sem hollri fjölskyldustefnu sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. 

Einnig leggur Silvio til að Gunnar fái vini sína á alþingi til að samþykkja lög um að ekki megi rannsaka persónuleg mál Gunnars og að hann fái skilyrðislausa friðhelgi.  "Elsku Gunnar, þú ættir að fara ítölsku leiðina og beita áhrifum þínum, senda andstæðingum þínum dauða fiska svo þeir fái skilaboðin; að þeir muni sofa hjá fiskunum ef þeir geri ekki rétt.  Kíktu við í partý við tækifæri" segir í lok stuðningsyfirlýsingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband