Föstudagur, 15. maí 2009
Óunnin unglingavinna í Kópavogi
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu þess efnis að unglingavinnan í sumar á vegum Kópavogsbæjar verði óunnin. Er þetta í fyrsta skiptið sem unglingar, sem sækja vinnu hjá bæjarfélaginu, og fá fyrir hana laun, þurfa ekki að vinna hana.
Tómas Tumason, flokkstjóri hjá Kópavogsbæ er himinlifandi yfir ákvörðun bæjarráðs. "Þetta verður til mikillar bótar enda hefur unglingavinnan aldrei snúist um að vinna, heldur að vera með."