Sunnudagur, 15. mars 2009
Gekk til liðs við breska verkamannaflokkinn
Jónmundur Sveinbjörnsson þingmaður frjálslyndra og vinstrimanna gekk til liðs við breska verkamannaflokkinn í dag. Jónmundur hefur verið óánægður með stjórn frjálslyndra og vinstri manna og segist hafa fengið hljómgrunn fyrir skoðanir sínar í breska verkamannaflokknum. "Ég viðraði skoðanir mínar fyrir breskum vinum mínum um daginn og ákvað í kjölfarið að ganga til liðs við breska verkamannaflokkinn. Þeir eru á sömu nótum og ég" sagði Jónmundur.
Er þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur þingmaður skiptir yfir í erlendan þingflokk.