Framsóknarmaður með pólitíska samvisku

Trausti EggertssonFlokksbundinn Framsóknarmaður, Trausti Eggertsson bóndi í Bárðardal í Þingeyjasýslu, segist vera með samviskubit.  Er þetta fyrsti Framsóknarmaðurinn á Íslandi svo vitað sé sem þjáðst hefur af samviskubiti. 

Trausti segist vera sannfærður um að Framsóknarflokkurinn eigi ekki að skipta sér af ríkisstjórn landsins heldur eingöngu verja hana falli.  "Kjörfylgi okkar er ekki beysið og þess vegna ættum við ekki að gera kröfur á þessa ríkisstjórn heldur gera það sem við sögðumst ætla að gera, verja hana falli og leyfa henni að vinna úr málum" sagði Trausti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði í stuttu samtali við fréttastofuna að hann efaðist um að flokksskírteini Tryggva yrði endurnýjað.  "Það er greipt í hjarta okkar Framsóknarmanna að segja eitt og gera annað og þess vegna rímar pólitísk sannfæring Trausta ekki við stefnu flokksins".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband