Hélt veislu á kostnað Óskars Bergssonar

Veislugestir Ársæls áður en allt fór úr böndum

Ársæll Undórsson endurskoðandi hélt ríflega 20 manna veislu í heimahúsi sínu á kostnað Óskars Bergssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns borgarráðs.  Ársæll efndi til veislunnar þar sem hann og eiginkona hans Sigurlín Steindórsdóttir hafa haft áhyggjur af stöðu efnahagsmála og vildu greina vinum og kunningjum sínum frá þeirra hlið í þeim efnum.

"Við ákváðum að bjóða vinum okkar til veislu til að hressa upp á mannskapinn og greina þeim frá okkar sýn á efnahagsmálunum.  Þetta byrjaði með spjalli en endaði í einu allsherjar fylleríi enda veittum við vel á kostnað Óskars" sagði Ársæll.  Ársæll var ekki með tölu yfir endanlegan kostnað en miðað við fjöldan af tómum kampavínsflöskum á víð og dreif um húsið hélt hann að kostnaðurinn yrði ekki undir 15mkr.  "Ég hef ekki talað við Óskar en fékk tilskilin leyfi hjá Húsdýragarðinum.  Óskar fer létt með að borga þetta" sagði Ársæll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband