Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Hamas sigrar í ísraelsku þingkosningunum
Íslömsku andspyrnusamtökin Hamas sigruðu mjög óvænt í ísraelsku þingkosningunum í gær. Búist var við sigri Likud bandalagsins eða Kadima flokksins en á endasprettinum náði Hamas meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset.
"Þetta kemur okkur gríðarlega á óvart þar sem Ísraelar hafa verið að murka lífið úr okkur og óbreyttum Palestínuaröbum en batnandi mönnum er best að lifa" sagði Hamed Al-Humani blaðafulltrúi Hamas í morgun. "Við munum byrja á því að rífa niður múrinn á Vesturbakkanum og opna Gaza svæðið fyrir allri umferð. Þetta lítur ljómandi vel út" sagði Hamed.