Mánudagur, 22. desember 2008
Björgvin Þór Hafsteinsson viðskiptamaður ársins
Markaðurinn í Fréttablaðinu hefur valið Björgvin Þór Hafsteinsson viðskiptamann ársins. Í ályktun Markaðarins segir að Björgvin hafi sagt kreppunni stríð á hendur og boðið fólki í greiðsluvanda upp á óvenjulegan valkost sem aukið geti tekjur þess verulega. Undanfarið hefur Björgvin boðið fólki í greiðsluvanda, sem ætlar sér í gjaldþrot, ríflegar þóknanir gegn því að það kaupi eignir á lánssamningum og afhendi Björgvini gegn greiðslu
"Þessi óvenjulega þjónusta Björgvins er kærkomin búbót fyrir þau heimili í landinu sem berjast við afleiðingar efnahagskreppunnar á Íslandi. Björgvin er í fylkingarbrjósti endurreisnarinnar á Íslandi" segir í ályktun Markaðarins.