Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Kúba mun sjá um loftvarnareftirlitið
Í fréttatilkynningu Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis hafa samningar náðst við flugher Kúbu um að hann taki við loftvarnareftirliti við strendur Íslands frá og með 1. desember n.k. Er búist við að þrjár Mustang vélar kúbverska flughersins komi til landsins í lok nóvember og verða þær með bækistöðvar á Bakkaflugvelli í Landeyjum Rangárvallasýslu. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er við kúbverska flugherinn en samkvæmt heimildum fréttastofu verður óheimilt að fljúga vélunum eftir áramótin næstu, sökum aldurs.