Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Forstjóri IMF í fríi á Íslandi
Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er staddur hér á landi í fríi. Hefur hann stundað sjósund af kappi við Gjögur á Ströndum og gengið á fjöll. Dominique hefur ekki viljað veita viðtöl en sagði í samtali við afgreiðslukonu í söluturni á Hólmavík ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirgreiðslu Íslands hjá sjóðnum. "Ég skoða málið þegar ég mæti aftur til vinnu, ef ég man eftir því" sagði Dominique.