Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Ísland sótti um lán hjá IBF í stað IMF
Uppgötvast hefur að Ísland hefur, eftir allt, ekki sótt um lán hjá IMF, Alþjóða gjaldeyrissjóðnum heldur hjá IBF, Alþjóða hnefaleikasambandinu. Embættismenn í Seðlabankanum urðu þessa varir þegar fulltrúi Sviss sagði að IMF væri enn að bíða eftir umsókn Íslendinga um fyrirgreiðslu.
Talsmaður IBF sagði í viðtali við fréttastofu að verið væri að skoða umsókn Íslendinga, sem væri óvenjuleg og hefði komið sambandinu gríðarlega á óvart. Kristinn Gunnarsson þingmaður og Ómar Ragnarsson fögnuðu umsókninni og sögðu Seðlabankann hafa, í fyrsta skiptið í háa Herrans tíð, hafa sýnt framsýni og kænsku.
Til öryggis hefur Seðlabankinn nú ákveðið að sækja um fyrirgreiðslu hjá öllum alþjóða samböndum sem byrja á I og enda á F, ef vera skyldi að hægt yrði að fá fyrirgreiðslu hjá fleirum en IMF.