Okurlán hagstæðari en yfirdráttarlán

Gunnbjörn ÁsmundarsonEftir vaxtahækkun Seðlabankans eru okurlán orðin hagstæðari en yfirdráttarlán í banka.  Gunnbjörn Ásmundarson okurlánari segir mikla eftirspurn þessa dagana eftir okurlánum.  "Við höfum yfirleitt lánað fólki sem er skuldugra en skrattinn en nú er venjulegt fólk að koma til okkar og biðja um lán".  Gunnbjörn vildi ekki gefa upp kjörin á lánunum, en nefndi að yfirleitt væru þau á 11-1300 punktum yfir REIBOR.  

Spurður út í innheimtuaðgerðir segir Gunnbjörn þær ekki harðari en gengur og gerist í bönkunum.  "Bankarnir innsigla húsin en okkar aðferðir eru persónulegri.  Við höfum beint samband við skuldarann og hótum honum.  Ef illa gengur að semja, er þá ekki betra að missa hnéskel frekar en húsið sitt?"  spyr Gunnbjörn. 

Hægt er að sækja um okurlán á netfanginu easymoney@hneskel.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband