Þriðjudagur, 21. október 2008
Árni Mathiesen vill aðstoð Alþjóða dýralæknasjóðsins
Árni Mathiesen dýralæknir og fjármálaráðherra hefur lagt til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði aðstoðar Alþjóða dýralæknasjóðsins, IVF, í stað Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Árni hefur lengi haldið fram að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn muni gera ósanngjarnar kröfur á íslenska þjóðarbúið og telur að Alþjóða dýralæknasjóðurinn sé sveigjanlegri í samningum. "Þeir eiga helling af pening og hafa lítinn skilning á efnahagsmálum" segir Árni. "Það er því ólíklegt að þeir leggi miklar kröfur á okkur ef þeir lána okkur nokkra milljarða dollara".