Stríð við Breta skollið á - Ísland hertekur Lundúnir

Varðskipið Ægir í LundúnahöfnÍslenski flotinn, sem kom til Lundúna fyrr í dag, hefur hertekið borgina.  Í fréttatilkynningu frá íslenska dómsmálaráðuneytinu segir að fyrirmæli sjóliðanna hafi verið skýr, fyrst að hertaka Lundúnir og herja svo í kjölfarið á Birmingham og Manchester. 

Íslenski flotinn, sem samanstendur af 25 sjóliðum, tveimur varðskipum og einum dráttarbáti, er illa vopnum búinn og sjóliðarnir munu ekki vera þjálfaðir í hernaði.  Björn Bjarnason segir það ekki skipta öllu máli.  "Hugurinn ber okkur hálfa leið og viljinn er allt sem þarf" sagð Björn í samtali við fréttastofu.  "Ég hef beðið lengi eftir þessu og nú skulum sýna tjöllunum hvar Davíð keypti ölið".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband