Samkomulag um að jólunum verði frestað

 Jól í júní

Ríkisstjórnin hefur náð samkomulagi við Biskupsstofu og Prestafélagið um að jólunum í ár verði frestað um sex mánuði.  Jólin verða haldin hátíðleg um land allt í júní næstkomandi, og aðfangadagur jóla verður 24. júní.  Gert er ráð fyrir að áramótin muni verða í lok desember eftir sem áður.

"Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum ekki að leysa málin, eitt af öðru í þeim miklu hamförum sem gengið hafa yfir þjóðina að undanförnu.  Allir jólasveinarnir halda vinnu sinni.  Jólin munu halda innreið sína í júní, og allir fá jólapakka" sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.  Björgvin lofaði einnig heimsfriði og lækningu við krabbameini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband