Þriðjudagur, 23. september 2008
Starf dómsmálaráðherra auglýst til umsóknar
Starf dómsmálaráðherra verður auglýst til umsóknar að sögn Hreggviðs Baldurssonar réttargæslumanns í Grindavík. Hreggviður segir að starfið verði auglýst fljótlega eftir áramót og að nýr dómsmálaráðherra taki við völdum 1. apríl.
Hreggviður segist lengi hafa haft áhuga á að auglýsa starfið. "Mér finnst að jafnt eigi yfir alla að ganga. Starf dómsmálaráðherra þarf að auglýsa eins og önnur opinber störf" sagði Hreggviður. Hreggviður, sem hyggst auglýsa einungis í Fréttablaðinu, segist vera að falast eftir duglegum og jákvæðum ráðherra, sem ekki hafi sérstaka óbeit á einstökum fyrirtækjum eða einstaklingum. "Ég er með einfaldan smekk." sagði Hreggviður að lokum.