Glitnir segir upp starfsmönnum Landsbankans

Glitnir stendur í stórræðum

Uppsögnum Glitnis virðast engin mörk sett.  Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Glitnir sent uppsagnarbréf til nokkurra starfsmanna Landsbankans, sem allir munu starfa í greiningardeild.  Taka uppsagnirnar gildi nú þegar.  Er það í fyrsta skiptið sem einn banki segir upp fólki í öðrum banka.

Starfsmaður Landsbankans, sem ekki vill gefa upp nafn sitt af ótta við að fá uppsagnarbréf frá fleiri bönkum, segir þetta reiðarslag fyrir sig og fjölskyldu sína.  "Ég var búinn að starfa í 18 ár hjá Landsbankanum og unnið eins og skepna.  Ég vona að ég fái ekki fleiri uppsagnarbréf".

Lárpera Línus, fulltrúi starfsmannastjóra Glitnis segir að nauðsynlegt sé að hamra járnið á meðan það sé heitt.  "Við höfðum frétt að það væri kominn tími á þessa starfsmenn og því ekki að senda þeim eitt bréf.  Hvað eru nokkur svona bréf í viðbót á þessum síðustu og verstu?  Einnig hafði greiningardeildin okkar lagt hart að okkur að segja upp starfsmönnum í greiningardeildum annarra banka til þess að bæta samkeppnisstöðuna.  Þetta var því gráupplagt" sagði Lárpera.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru væntanleg uppsagnarbréf frá Glitni til alþingismanna, tannlækna, starfsmanna fjármálaráðuneytis og dýralækna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband