Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Þjóðleikhúsið rekið með Halla
Komið hefur í ljós að Þjóðleikhúsið hefur verið rekið með Halla, Hallmundi Tuma Högnasyni dýralækni. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnun leikhússins en í fréttatilkynningu frá leikhúsinu er gagnrýnin gagnrýnd. Þar segir að Hallmundur hafi verið lykilmaður í rekstri leikhússins og séð alfarið um fjármál leikhússins. "Halli hefur staðið sig frábærlega í stjórnun fjármála leikhússins og þess vegna er gagnrýni Ríkisendurskoðunar ómakleg", eins og segir í tilkynningunni.
Hallmundur vildi ekki tjá sig um málið en lét hafa eftir sér að fjármál væru hans ær og kýr.