Föstudagur, 11. apríl 2008
Seðlabankinn spáir mikilli verðhækkun varasalva
Í nýrri þjóðhagsspá Peningamála Seðlabankans er spáð miklum verðhækkunum á varasalva.
"Kólnun á húsnæðismarkaði hefur þegar komið fram í því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur u.þ.b. stöðvast. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um 30% að raunvirði fram til 2010, en hins vegar má gera ráð fyrir miklum verðhækkunum á varasalva á 2. ársfjórðungi þessa árs og má búast við enn frekari hækkunum á 3. og 4. ársfjórðungi" eins og segir í tilkynningu Seðlabanka.
Í tilkynningu frá greiningardeild Kaupþings er spá Seðlabanka gagnrýnd. "Það getur vel verið að húsnæði lækki en miklar verðhækkanir á varasalva eru ólíklegar þar sem Lára Traustadóttir vann rauðvínspott greiningardeildar í apríl" segir í tilkynningu bankans.