SPRON að gufa upp

SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er að gufa upp.  Nú þegar hafa nokkur útibú horfið af yfirborði jarðar og stórsér á öðrum.  Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu og lögreglan er að safna saman nöfnum starfsmanna útibúanna svo hægt verði að lýsa eftir þeim um leið og útibúin hverfa.  Búið er að kvarnast verulega úr höfuðstöðvum SPRON og er áætlað að þær gufi upp um helgina.  Í tilkynningu frá Almannavörnum verður neyðaráætlun gangsett um leið og fimm útibú hafa gufað upp.

Gyltan og grísirnir sex

Svínabændur hafa sérstakar áhyggjur af ástandinu.  Nýjasta tákn SPRON, sem sýnir fimm grísi sjúga spena á gyltu af mikilli áfergju, hefur vakið mikla athygli og hefur svínakjötsneysla aukist um 40% síðan svínin birtust á vef SPRON. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband