Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Heilbrigðisþjónusta verður lögð niður í áföngum
Ákveðið hefur verið að leggja heilbrigðisþjónustu niður í áföngum. Í fréttatilkynningu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis kemur fram að loka eigi sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum á næsta ári og að neyðaraðstoð verði aflögð árið 2010. Með þessu næst gríðarleg hagræðing í ríkisbúskapnum og mun afgangur af ríkisrekstrinum ná áður óþekktum hæðum á komandi árum.
Ráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi bækling til sjúklinga þar sem m.a. geðsjúkum er bent á að leita til Landhelgisgæslunnar og hvað varðar fæðingarhjálp er mælt með heitu pottunum.