Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Gosi verður næsti borgarstjóri
Samstaða hefur náðst meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Gosi setjist í borgarstjórastólinn þegar Ólafur F. Davíðsson lætur af embætti.
Lengi vel leit út fyrir að næsti borgarstjóri kæmi úr röðum borgarfulltrúanna en ljóst þótti að Vilhjálmur ætti ekki afturkvæmt í embættið. Eftir átakamiklar umræður fram eftir nóttu var ákveðið að leita til spýtustráksins Gosa af þeirri ástæðu að það sést strax á honum þegar hann fer með rangt mál.
Önnur nöfn utan borgarfulltrúanna sem heyrðust nefnd á fundinum voru hundurinn Tanni, Baron von Münchhausen og umboðsmaður barna.