Vilhjálmur fékk samþykki borgarlögmanns í Þrándheimi

ÞrándheimurKomið hefur í ljós að Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, fékk samþykki borgarlögmanns í Þrándheimi í Noregi til að staðfesta samruna REI og Geysis Green Energy. 

Að sögn borgarlögmanns í Þrándheimi, Harald Brattbak, innti Vilhjálmur hann eftir samþykki fyrir samrunanum á norrænu höfuðborgarráðstefnunni í Stokkhólmi á dögunum.  Harald segist ekki muna mikið eftir þessu enda hafi hann verið vel við skál þetta kvöld.  "Ég var nú ekki boðinn og var staddur þarna fyrir slysni.  Mig minnir að ég hafi gefið honum afdráttarlaust samþykki mitt enda hélt ég að annaðhvort væri ég að taka þátt í skemmtilegum samkvæmisleik eða græskulausu gríni" sagði Harald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband