Krossinn og Ásatrúarfélagið sameinast

Krossinn

 

 Ásar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum HF munu Krossinn og Ásatrúarfélagið sameinast um næstu helgi.  Leynilegar viðræður hafa staðið yfir á milli félaganna frá í vor en erfitt hefur reynst að búa til málefnaskrá nýs trúfélags sem mun heita Ásakross Trúfélag ehf.  Einnig hefur ekki verið einhugur um hvort stofna eigi einkahlutafélag um rekstur trúfélagsins og hvort skrá eigi félagið á hlutabréfamarkað.

Þór Fennrisson hjá Ásatrúarfélaginu vildi ekki tjá sig um innihald viðræðnanna en vildi nefna að auðvitað væri erfitt fyrir söfnuð sem afneitar Kristi að ná saman með söfnuði sem sæi Krist í öllum sköpuðum hlutum.  "Hvort sem það var Kristur eða Óðinn sem rúlaði hér áður fyrr þá er þetta hér um bil sama tóbakið, aðeins blæbrigðamunur, ekki eðlismunur.  Kröfur nútímans eru hagræðing og samlegðaráhrif og sauðir þessara tveggja hjarða eru allir með sama upplagið". 

Ekki náðist í neinn hjá Krossinum vegna sumarhátíðar safnaðarins í Valhöll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband