Nýjungar í kvótakerfi boðaðar, kvóti úthlutaður á brottkast og löndun framhjá vikt

Fer þessi á vikt eða verður honum brottkastað?Í nýrri fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytis eru boðaðar nýstárlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir næsta fiskveiðiár og verða nú í fyrsta skiptið úthlutaðir kvótar á brottkast og löndun framhjá vikt.  Reglur til úthlutunar eru einnig nýstárlegar en farið verður eftir veiðireynslu á áttræðingum, þilskipum og skútum á árunum 1849 til 1853.

Að sögn Odds Þörungssonar, aðstoðarskrifstofustjóra kvótadeildar sjávarútvegsráðuneytis, var löngu orðið tímabært að úthluta kvóta á brottkast og löndun framhjá vikt.  "Þessi starfsemi er orðinn snar þáttur í starfsemi útgerða í dag og því ekki úr vegi að úthluta kvóta á þessar mikilvægu stoðir núverandi kvótakerfis".  Oddur vildi lítið gefa fyrir að þessar athafnir hefðu neikvæð áhrif á stofnstærð.  "Kristján Ragnarsson fyrrverandi formaður LÍÚ skammaði starfsmenn Seðlabankans um árið fyrir að hafa ekki rétta skoðun á kvótakerfinu og ef ég væri þú myndi ég ekki vera að viðra þessa skoðun þína" sagði Oddur við blaðamann HF.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikill kvóti verður úthlutaður til brottkasts og löndunar framhjá vikt en hann mun taka mið af því hvort ufsakvóti verði aukinn og hvort leyft verði að gefa upp veiðar á ufsa þegar í raun er verið að veiða þorsk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband