Frjálshyggjufélagið vill afnema götuvita og umferðarmerki

Umferðin á Sæbraut í morgunFrjálshyggjufélagið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem lagt er til að götuvitar og umferðarmerki verði aflögð.  "Það er kominn tími til að ökumenn fái frelsi til þess að haga sínum akstri eins og þeir sjálfir kjósa.  Ríkisvaldið, sérstaklega Vegagerðin, á ekkert að hafa með það að segja hvernig fólk hagar sínum akstri og einstaklingurinn á að fá að njóta sín í umferðinni eins og á öðrum sviðum mannlífsins.  Félagið leggur því til að götuvitar og umferðarmerki verði aflögð með öllu og að umferðarreglur fyrnist á næstu 5 árum" segir í yfirlýsingunni. 

Maggi Yngjaldsson talsmaður FÍB vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann væri ekki viss um hvort þetta yrði bifreiðaeigendum til hagsbótar.  "Ég sé kostina enda er alltaf verið að skikka bifreiðaeigendur til þess að gera hitt og þetta gegn þeirra vilja, en gallinn er kannski sá að stjórnleysi gæti myndast í umferðinni. 

Í sama streng tók blaðafulltrúi Ríkislögregluembættisins, sem ekki vildi láta nafn síns getið.  Hann var þó jákvæðari gagnvart tillögu félagsins þótt neikvæður væri.  "Umferðin er hvort sem er komin út í tómt rugl, og ég get ekki séð að ástandið geti versnað við þessa breytingu" sagði blaðafulltrúinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband