Mánudagur, 25. júní 2007
Fæðingardeild LSH flyst til Vopnafjarðar
Ákveðið hefur verið að flytja fæðingardeild LSH til Vopnafjarðar. Er líklegt að flutningurinn muni skapa um 70 störf á Vopnafirði.
Flutningur fæðingardeildarinnar er liður stjórnvalda í að færa ríkisstofnanir á landsbyggðina. Líkegast er að fæðingardeildin verði með aðsetur í Heilsugæslu Vopnafjarðar. Um 3.000 börn fæðast á hverju ári á fæðingardeild LSH og er ljóst að þessi flutningur muni hleypa miklu lífi í kaupstaðinn.
Knútur Sigfússon heilbrigðisfulltrúi Vopnafjarðar er ánægður með flutninginn. "Það var kominn tími til að Vopnafjörður fengi starfsemi innan ríkisins. Skattkortin fóru til Skagastrandar og Fæðingarorlofssjóður á Hvammstanga og því er ekki úr vegi að fæðingarnar verði á Vopnafirði. Hér er góður andi og íbúar Vopnafjarðar hafa ákaflega góða nærveru."