Föstudagur, 22. júní 2007
Bush óvinsælli en fuglaflensa og svarti dauði
George Bush forseti Bandaríkjanna er nú óvinsælli en flugflensa af stofni H5N1 og svarti dauði ef marka má nýja könnun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bush er þó heldur vinsælli en dauði.
Þar sem vinsældir forsetans voru orðnar litlar ákvað gjaldeyrissjóðurinn að bera saman vinsældir forsetans við helstu veiru- og bakteríusjúkdóma sem herjað hafa á mannkynið. Voru spyrjendur látnir raða í forgangsröð ýmsum sjúkdómum og Bush forseta. Allir sjúkdómarnir fengu betri einkunn en Bandaríkjaforseti, en hann getur þó huggað sig við að hafa sigrað dauðann, a.m.k. í bili.
Jóhann Ylfingsson forseti Vinafélags Íslands og Bandaríkjanna segir þetta mikil vonbrigði. "Á dauða mínum átti ég von en að fólk skuli kjósa illvíga sjúkdóma framar honum er ofar mínum skilningi. Ég er niðurbrotinn." sagði Jóhann.