Útigangsmaður kosinn í stjórn FL Group

Þráinn GosasonÚtigangsmaður var kosinn í stjórn FL Group á hluthafafundi um helgina.  Maðurinn heitir Þráinn Gosason og er hann furðu losinn yfir áhuga eigenda FL Group á starfskröftum hans.  "Ég hef hvorki unnið né átt fast heimili undanfarin 24 ár, hvað þá fjárfest á hlutabréfamarkaði.  Ég hef aðeins fylgst með evrunni og dollaranum þar sem áfengisverð virðist sveiflast með gengissveiflum þessara mynta en ég fer ekki í launkofa með að mér finnst EBITDA/EV hlutfall félagsins vera heldur lágt", sagði Þráinn.

Ekki hefur náðst í stjórnendur FL Group en hlutabréfaverð félagsins hækkaði um 43% á mörkuðum í morgun þegar ákvörðunin var tilkynnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband