Fimmtudagur, 14. júní 2007
Framsókn mælist með neikvætt fylgi í nýrri könnun
Fylgishrun Framsóknarflokksins á sér greinilega engin mörk. Í skoðanakönnun sem Hollustuvernd gerði fyrir Hina Fréttastofuna mælist Framsóknarflokkurinn með neikvætt kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin halda stjórnarmeirihluta sínum og Vinstri-grænir bæta við sig.
Úrtak Hollustuverndar var að þessu sinni 10 og sögðust -2 ætla að kjósa Framsókn en 8 sögðust ætlar að kjósa ríkisstjórnarflokkana og 4 Vinstri-græna. Geirlaugur Daðason stjórnmálafræðingur segir þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur stjórnmálaflokkur mælist með neikvætt kjörfylgi. "Þetta eru sannarlega stórtíðindi í íslenskri pólitík en um leið kemur þetta mér ekki á óvart. Framsóknarflokkurinn, með sitt litla fylgi, hefur átt undir högg að sækja og því hlaut að koma að því að fylgið færi niður fyrir 0%" sagði Geirlaugur.
Ekki náðist í neinn Framsóknarmann enda eru þeir ekki á hverju strái.