Miðvikudagur, 13. júní 2007
Skýlaus krafa að konur fái að pissa standandi
Femínistafélag Íslands hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þess er krafist að konur fái að pissa standandi. "Það er skýlaus krafa og sjálfsögð mannréttindi að konur fái að pissa standandi og að skálar og annar útbúnaður sem geri konum það kleift, verði settur upp í öllum opinberum stofnunum, fyrirtækjum, félögum og afgreiðslustöðum" segir í yfirlýsingunni. Félagið telur að viljaleysi hins opinbera að tryggja konum þessi sjálfsögðu mannréttindi hafi grafið undan jafnrétti og ýtt undir staðalímyndir sem hygli körlum fremur en konum.
Staðalímyndarhópur Femínistafélags Íslands hefur um langa hríð gert athugasemdir við útbúnað á salernum hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Hefur hópurinn farið fram á að skálar sem gera körlum kleift að pissa standandi verði settar upp á kvensalernum við fálegar undirtektir. Aðeins Trésmíðafélag Reykjavíkur og Blikksmiðjan Grettir hafa orðið við kröfum félagsins.