Þriðjudagur, 12. júní 2007
Smáralind á minjaskrá Reðursafnsins
Smáralind hefur verið skráð á minjaskrá Reðursafnsins. Samkvæmt skilmálum minjaskrár Reðursafnsins er óheimilt með öllu að breyta lögun eða ásýnd hússins án samráðs og/eða samþykkis Reðursafnsins á Húsavík. Búið er að þinglýsa yfirlýsingu þess efnis hjá Sýslumanninum í Kópavogi.
"Það var ljóst, þegar mynd kom á Smáralind á byggingarstigi, að þar væri á ferð haganlega teiknað hús sem lofsöng okkar karlmannanna dýrasta djásn" sagði Grímur Droplaugsson upplýsingafulltrúi Reðursafnsins. "Við vorum mjög ánægð hér á Húsavík þegar safnið okkar var valið það skrýtnasta í heimi en það er engum blöðum um það að fletta að Smáralind er skrýtnasta verslunarmiðstöð í heimi og því á hún vel á heima á minjaskrá safnsins", sagði Grímur.
Forráðamenn Smáralindar hafa ekki tjáð sig um málið en heimildir herma að þótt þeir telji þetta mikinn heiður fyrir verslunarmiðstöðina óttist þeir fækkun kvenviðskiptavina verði enn meira gert úr lögun hússins en orðið er.