Kalli á þakinu verður í byrjunarliði Íslands í kvöld

Kalli á þakinuKalli á þakinu verður í byrjunarliði Íslands þegar það etur kappi við Svíþjóð í kvöld.  Eftir því sem best er vitað hefur Kalli ekki spilað fótboltaleik áður, hvað þá landsleik. 

Eyjólfur Sverrisson segir að nauðsynlegt hafi verið að gera róttækar breytingar á liðinu eftir jafnteflið við Liechtenstein.  "Við munum sölsa um hvað leikkerfi snertir og spila stífan varnarleik og helst ekki fara fram fyrir miðju nema í algerri neyð. Ég hef mikla trú á Kalla, enda er hann lævís mjög.  Ég féll alveg flatur fyrir þyrlutrikkinu hans á fjölskyldusýningu Ingvars Helgasonar, þótt að börnin mín hafi séð í gegnum það.  Það er einmitt þetta sem skortir í leik liðsins, meiri lævísi.

"Ég er fyrstur til að kvitta undir að síðasti leikur hafi ekki verið nógu góður, en ungur strákarnir komu frískir inn og spiluðu vel.  Á meðan ég er að tapa leikjum eða stigum á móti lélegum liðum get ég alltaf sagt að ég sé að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig.  Þannig tel ég öllum í trú um að ég sé alltaf að byggja upp" sagði Eyjólfur kampakátur. 

Ekki náðist í Kalla en hann mun þykjast fara með þyrlu til Stokkhólms í dag og heimildamenn segja að þetta sé allt í þykistunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband