Kristján Þór Júlíusson og Ágúst Ólafur Ágústsson nýir húsverðir Alþingishússins

AlþingiSamkomulag hefur náðst hjá stjórnarflokkunum um að Kristján Þór Júlíusson og Ágúst Ólafur Ágústsson verði húsverðir Alþingishússins þetta kjörtímabil.  Mikill þrýstingur hefur verið í flokkunum að leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og varaformaður Samfylkingarinnar fengju bitastæð embætti og að sögn heimildamanna var þrýstingurinn svo mikill að eitthvað varð að gera. 

Þórhallur Reimarsson er ekki par sátturFylgismenn þessara tveggja þingmanna munu vera sáttir við þessa ráðstöfun en Þórhallur Reimarsson, sem gegnt hefur þessari stöðu er að vonum mjög ósáttur.  "Ég hef starfað fyrir Alþingi í 35 ár og haldið húsinu hreinu og snyrtilegu án þess að hafa heyrt eitt orð um að störf mín hafi ekki staðist væntingar þingmanna.  Nú hefur mér verið sagt upp og ég fæ ekki einu sinni að vinna uppsagnarfrestinn.  Gangi þeim vel að þrífa helgarmiguna og ælurnar á mánudagsmorgnum", sagði Þórhallur reiður í bragði.

Eftir því sem næst verður komist munu báðir þingmennirnir vera ánægðir með hlutskipti sín en Ágúst mun vera ósáttur við vaktakerfið sem notast á við en hann er skráður á næturvakt öll fjögur árin.  Sumir halda því fram að Ágúst muni jafnvel falast eftir því við Sjálfstæðisflokkinn að Kristján fái ráðherrastól fljótlega á kjörtímabilinu, til vara forsæti í mikilvægri nefnd innan þingsins, svo hann fái dagvaktina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband