Fimmtudagur, 24. maí 2007
Eggert Haukdal gestur í Aðþrengdum eiginkonum
Eggerti Haukdal hefur verið boðið að vera gestaleikari í einum til tveimur þáttum af þáttaröðinni Aðþrengdum eiginkonum næsta vetur. Eggert mun leika gjaldkera sveitarfélags sem fer heldur frjálslega með fjármuni og vingast við helstu persónur þáttanna þegar hann reynir að innheimta fasteignagjöld af íbúum Bláregnsslóðar.
Eggert segir að þetta boð hafi komið sér á óvart enda þekkir hann hvorki haus né sporð á þessum þáttum. "Ég hef aldrei horft á þessa þætti en mér skilst að þeir séu skemmtilegir og að konurnar í honum séu augnayndi". Eggerti líst vel á hlutverkið, "ég þekki þessar aðstæður og þarf ekki leika, ég get verið ég sjálfur".