Fimmtudagur, 24. maí 2007
Hálslón: Heiðagæsin hörfar en rostungar setjast að
Logi Pots dýralæknir á Austfjörðum segir hækkun Hálslóns valda búsifjum hjá heiðagæsinni og er líklegt að hún muni hörfa upp á fjöll. Logi segir líkur á að hún nái að verpa þar en það mun fara eftir veðri næstu vikur.
Loga til mikillar furðu hafa rostungar sest að við Hálslón. "Þetta er ekki beint kjöraðstaða fyrir þessi kvikindi, sem eru stór og mikil og er frek til fæðu" segir Logi. Hann sagðist hvorki gera sér grein fyrir á hverju rostungarnir ætla að nærast né hvaðan þeir komu. Reyndar vissi hann af einni ær sem ekki hefði látið vita af sér og beindist grunur að rostungunum. Líklegt er talið að þeir hafi komið með Smyrli en hann vildi ekki útloka vöruflutningaskip. Ólíklegt er talið að þeir hafi komið með flugi.