Föstudagur, 2. júní 2017
ISIS lýsa yfir ábyrgð á tillögu dómsmálaráðherra
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á tillögu Ingibjargar Andersen dómsmálaráðherra um dómara í landsrétti, sem samþykkt var á Alþingi. Í tilkynningu á fréttaveitu samtakanna kemur fram að yfirgangur vesturlanda í miðausturlöndum og freklegt inngrip þeirra í stríðið í Sýrlandi hafi leitt til þess að samtökin einbeiti sér nú að innviðum vestrænna samfélaga, sérstaklega niðurbroti dómskerfa.