Þriðjudagur, 22. maí 2007
Umferðastofa og Ferðaklúbburinn 4x4 að sameinast?
Á heimasíðu Ferðaklúbbsins 4x4 kemur fram að klúbburinn og Umferðarstofa muni sameinast innan fárra vikna, þegar áreiðanleikakönnun hefur verið innt af hendi. Að sögn heimildamanna hefur þessi sameining lengi staðið fyrir dyrum enda margt í rekstri beggja sem hægt er að sameina. T.a.m. aka flestir starfsmenn Umferðarstofu um á jeppabifreiðum og flestir meðlimir ferðaklúbbsins nota bílbelti, svo dæmi sé tekið.
Helsti ásteitingarsteinn viðræðnanna mun vera utanvegaakstur en heimildamenn innan beggja raða segja enga launing á því að Ferðaklúbburinn ætli sér mun meiri utanvegaaksturs en áður og verður erfitt fyrir Umferðastofu að mælast gegn því þegar hún verður runnin saman við klúbbinn. "Við ætlum okkur að fá í sameiningarsáttmálann að félagar fái að keyra mun meira utanvega gegn því að keyra alltaf á löglegum hraða", sagði heimildamaður innan Ferðaklúbbsins.
Á Umferðastofu er mikill áhugi fyrir sameiningunni enda mikill jeppaáhugi hjá starfsmönnum stofunnar. Er skemmst að minnast sögulegrar þriggja vikna jeppaferðar sem stofan stóð fyrir s.l. sumar, bæði utan vega sem innan.