Sunnudagur, 20. maí 2007
Framleiðendur Sex And The City á eftir Ellý Ármanns
Í frétt í Sunnlenska um helgina er þess getið að framleiðendur sjónvarpsþáttanna Sex And The City séu að undirbúa lögsókn á hendur Ellý Ármannsdóttur fyrir ritstuld. Munu greinar á bloggsíðu hennar minna ótæpilega á meintar greinar Carrie Bradshaw í New York Post í þáttunum Sex And The City.
Íslandsvinurinn Evan Handler, sem leikur Harry Goldenblatt í þáttunum vinsælu, og hefur sótt íslenskunám undanfarin 3 ár í Námsflokkum Reykjavíkur, segir greinar Ellý augljósan ritstuld, þar sem reynt sé að stæla greinar þessarar margfrægu sögupersónu Carrie Bradshaw. "Mér þykir morgunljóst að Ms. Ellie sé að skrifa greinar sem Carrie Bradshaw hefði ella skrifað í blaðið sem hún ella hefði unnið fyrir".
Ragnar Aðalsteinsson hefur verið ráðinn verjandi Ellýjar en óljóst er á þessari stundu hvenær málið verður tekið fyrir, en Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari hefur nú þegar lýst því yfir að hann sé óhæfur komi málið fyrir Hæstarétt.