Laugardagur, 19. maí 2007
Óli Björn kosinn Besservisser bloggsins
Kiwanisklúbbur Stokkseyrar hefur kosið Óla Björn Kárason Besservisser bloggsins nú sem endranær.
Klúbburinn telur Óla Björn með afbrigðum glöggan á þær pólitísku hræringar sem hafa dunið á borgurum landsins undanfarin misseri og með ólíkindum hversu getspakur hann hefur verið á þróun stjórnmála á Íslandi þessa daga eftir kosningar. Óli virðist lesa hug andstæðinga Sjálfstæðisflokks eins og opna bók og virðist engu skipta hvað þetta ágæta fólk dregur til stafs, alltaf veit Óli betur.
Jarþrúður Skarphéðinsdóttir, forsvarsmaður klúbbsins segir Óla vel að þessu kominn enda hafa flestir félagar klúbbsins gert bloggsíðu Óla að opnunarsíðu sinni á netinu. Ef einhver í klúbbnum segir "ég veit hvað þú meinar.." segja aðrir klúbbfélagar gjarnan.... "Já, en Óli veit betur!!". Athygli hefur þó vakið að Óli virðist halda að Björn Bjarnason verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn og hefur einn klúbbfélagi mjög ákveðnar skoðanir á því. "Ég tel að þarna hafi besservisserinn gert í brók. Það er útilokað að Björn verði ráðherra í þessari ríkisstjórn", segir Drengur Skarphéðinsson, ellilífeyrisþegi á Stokkseyri. "Á dauða mínum átti ég von og að Júlíus Hafstein myndi klúðra Kristnihátíð, en að Björn verði ráðherra er eins líklegt og að Hamragilið verði endurvakið sem skíðasvæði ÍR", sagði Drengur, að lokun.